Lögeign kynnir eignina Lautavegur 6, 650 Laugar. Um er að ræða 202,6 M einbýlishús á tveimur hæðum með auka íbúð á neðri hæð. Á neðri hæð einnig steyptur kjallari. Efri hæð er byggð úr timbri. Skjólgóð og falleg timburverönd, með heitum potti og þaki yfir grillaðstöðu er bakvið húsið. Efri hæð: Forstofa, Stofa, eldhús, baðherbergi, þrjú svefnherbergi og þvottahús. Forstofa: komið er inn í forstofu sem er með dúk á gólfi, inn af forstofu er parketlagt sjónvarpshol/hol þar sem útgengt er út á timburverönd.
Stofa: er rúmgóð og nýtist bæði sem sjónvarpsstofa og borðstofa. Stofan er í opnu rými með eldhúsinu og eins parket á öllu rýminu.
Eldhús: Hvít innrétting sem er bæði með efri og neðri skápum og gert er ráð fyrir ísskáp í innréttingunni.
Baðherbergi: var endurnýjað árið 2020 með fibo plötum á veggjum, "walk in" sturtu, hvít innrétting og vegghengd wc.
Þrjú svefnherbergi: eru öll staðsett við sjónvarpsholið og öll með fataskápum.
Þvottahús: er staðsett inn af eldhúsinu, góð vaskainnrétting með vask og efri og neðri skápum. Útgengi er úr þvottahúsinu.
Neðri hæð: Bílskúr, geymsla, auka íbúðBílskúr: er rúmgóður og hurð sem hægt er að opna alveg upp á gátt svo auðvelt er að koma stærri einingum inn, inn af bílskúrnum er rúmgóð geymsla.
Auka íbúð: er með eldhús og stofu í sama rými og svo léttur veggur sem skilur svefnherbergi og eldhús/stofu að, íbúðin er með sér baðherbergi sem er með wc og sturtu. Íbúðin er óskráð og er húsið á einu á fastanúmeri.
Að utan: í kringum húsið er snyrtilegt. Timburstigi upp á aðalhæðina þar sem einnig er ágætis pallur endilangt. Að aftan verðu er timburverönd sem er með heitum pott og útieldhúsi, aftan við pallinn tekur síðan falleg náttúra við.
Bílastæðið framan við er rúmgott og með hitalögn.
Annað: Húsið var flutt úr reykjavík og híft á steyptan kjallara sem var byggður árið 2003, efri hæðin er úr timbri.
Nánari upplýsingar veitir Hermann Aðalgeirsson í síma 865-7430 eða í netfanginu [email protected] eða Hinrik Lund lgf. í síma 835-0070 eða netfanginu [email protected]Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á
Eignin Lautavegur 6 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign
226-7413, birt stærð 202.6 fm.