Útgarður 6, 640 Húsavík
Tilboð
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með lyftu
4 herb.
127 m2
Tilboð
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
2020
Brunabótamat
81.530.000
Fasteignamat
47.250.000

Lögeign kynnir eignina Útgarður 6, íbúð 101, 640 Húsavík.

Útgarður 6, íbúð 101 er fjögurra herbergja íbúð á jarðhæð í lyftuhúsi með stæði í bílakjallara. Íbúðin er í fjöleignarhúsi þar sem skilyrt er að ábúendur hafi náð 55 ára aldri. Aðgengi að eigninni og innan hennar er því mjög gott. 

Eignin er 127,7 m2 að stærð og skiptist þannig að íbúðin sjálf er 110,4 m2 og geymsla í kjallara er 17,3 m2. Auk þess er útgengi út á lokaðar svalir úr stofu sem eru 20,6 m2 að stærð.
Útgarður 6 er steinsteypt fjöleignarhús á þremur hæðum með 18 íbúðum samtals, auk þess sem bílageymsla er í kjallara, ásamt séreignageymslum sem tilheyra íbúðum. Í kjallara er einnig í sameignarrými rúmgóður samkomusalur í suðurenda og tómstundarrými ásamt hjólageymslu í norðurenda. Á sameiginlegri lóð hússins hefur einnig undanfarin sumur verið mini-golfvöllur sem hefur staðið íbúum til boða. 

Eignin er laus við kaupsamning

Nánari lýsing; 

Eldhús er í alrými eignarinnar ásamt stofu. Eldhúsinnrétting er hvít með eyju sem hægt er að sitja við. Innbyggður ísskápur og uppþvottavél er í eldhúsinnréttingu
Baðherbergi er flísalagt bæði á gólfi og veggjum og tengi fyrir þvottavél og þurrkara í innréttingu á baðherbergi. Sturta með glerskilrúmi er á baðherberginu ásamt hvítri vaskainnréttingu með speglaskáp yfir. 
Stofa er rúmgóð með stórum gluggum og útgengi út á svalir sem er hægt að loka að alveg. 
Herbergi eru þrjú talsins. Tvö rúmgóð herbergi með skápaplássi. Einnig er þriðja herbergið sem hægt er að nota sem gestaherbergi eða sem skrifstofu eða til tómstunda. Þar er einnig fataskápur.
Forstofa er flísalögð með fataskáp. 
Gólfefni. Íbúðin er öll parketlögð með harðparketi en gólf á baðherbergi og forstofu er flísalagt. Gólfhiti er á allri íbúðinni.
Sameign er í góðu ástandi og eru rafdrifnar hurðir við inngang inn í sameignarrými. Þar er lyft ásamt stiga á milli hæða. 
Bílastæði sem tilheyra eigninni eru á malbikuðu stæði fyrir framan hús og er svo hellulagt við inngang. Einnig er hellulagt fyrir framan inngang frá vesturhlið.

Annað:
- Um er að ræða íbúð fyrir 55 ára og eldri
- Stæði í bílakjallara tilheyrir íbúð en auk þess eru stæði fyrir framan hús. 
- Aðgengi að húsinu er gott og hentar vel fyrir eldri borgarar.
- Yfirbyggðar svalir sem er hægt að opna er 20,6 m2 að stærð og eru fyrir utan uppgegna fermetrartölu eignar. 

Nánari upplýsingar veitir Hermann Aðalgeirsson lgf. í síma 865-7430 eða netfanginu [email protected] eða Hinrik Marel Jónasson Lund lgf, í síma 8350070 eða netfanginu [email protected].

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.