Lögeign fasteignasala kynnir eignina Laugarbrekku 5, 640 Húsavík.
Laugarbrekka 5 er fimm herbergja neðri hæð í tvíbýlishúsi byggt árið 1955. Eignin er samtals 184,9 m² og skiptist þannig að íbúð er 157,3 m² og bílskúr 27,6 m² Byggt var við húsið árið 1970 og þá var svefnherbisálmunni bætt við eignina.
Íbúðin skiptist í forstofu, þvottahús, hol, stofu, eldhús, tvö baðherbergi, herbergisgang og fjögur svefnherbergi.
Nánari lýsing: Forstofa: Gengið er inn í flísalagða forstofu sem er með góðum fataskáp. Niðurgrafin hitakompa er í forstofu.
Hol: Holið er rúmgott með hvítum flísum, opið er úr holi inn í eldhús og stofu sem gefur rýminu skemmtilega birtu.
Þvottahús/geymsla: Geymslan er flísalögð með hvítum flísum en nýtist líka sem þvottahús þar sem lagnir fyrir þvottavél eru til staðar.
Eldhús/búr: Eldhúsið er um 15 ára gamalt með viðar innréttingu og svartri bekkplötu, flísar á gólfi og góð geymslu aðstaða er í eldhúsi þar sem inn af eldhúsi er búr.
Svefnherbergin eru fjögur: Öll með fataskápum og dúkur á gólfum.
Sjónvarpsherbergi í holi fyrir framan gang.
Tvö baðherbergi: Annað baðherbergið er við holið og er með hvítum flísum á gólfi, fibo plötum á veggjum baðkari, sturtuklefa, salerni og innréttingu. Hitt baðherbergið er í enda herbergisgangs og er með salerni og vaska auk þess sem útidyrahurð út í garð er á salerninu.
Bílskúr/bílastæði: Vestan megin við húsið er steypt bílastæði og bílskúr sem er 27,6 m².
Annað:
- Baðherbergið endurnýjað á smekklegan hátt árið 2024
- Nýlega er búið að mála eignina að innan
- búið er að endurnýja gler að mestu leyti í gluggum í íbúð.
- skipt var um þakjárn fyrir rúmlega 10 árum.
- Húsið hefur verið klætt að utan.
Nánari upplýisngar veitir Hermann Aðalgeirsson lgf. í síma 865-7430 eða netfanginu
[email protected]Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á