Höfðavegur 19 , 640 Húsavík
32.000.000 Kr.
Einbýli
4 herb.
96 m2
32.000.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1925
Brunabótamat
37.450.000
Fasteignamat
22.000.000

Lögeign kynnir Höfðaveg  19,  640 Húsavík
 Höfðavegur 19 er fjögra herbergja einbýlishús á þremur hæðum byggt úr timbri árið 1925. Úr eigninn er einstakt útsýni yfir hafnarsvæði Húsavíkur og Skjálfandaflóa. Húsið stendur í rólegri botnlangagötu og er samtals 96,2 fm.

Nánari lýsing:   
Forstofa er á miðhæð hússins og gengið þar inn í húsið af götu. Framan við húsið er timburverönd sem snýr að götu og stigi niður á gangstétt sitthvoru megin. 
Eldhús er á miðhæðinni og er það með skemmtilegu útsýni til suðurs yfir höfnina. Eldhúsinnrétting er með rauðum efri og neðri skápum.  
Stofan er á miðhæð austan megin í húsinu og er gengið í hana úr holi framan við forstofu. Gluggar eru í þrjár áttir úr stofunni sem gerir hana nokkuð bjarta. 
Baðherbergi er í kjallara og er með salerni, sturtu og handlaug. Hvítar flísar í hólf og gólf eru á baðherbergi.
Herbergi eru á þriðju hæð og kjallara. Tvö herbergi eru þriðju hæð og er annað þeirra með glugga sem snýr að götu, Hitt herbergið á efri hæð er rúmgott með glugga bæði yfir höfnina og til norðurs út á götu, herbergi í kjallara er einnig nokkuð stórt. 
Þvottaaðstaða í kjallara er búið að leggja fyrir þvottavélaaðstöðu.
Gólfefni Á miðhæð er parket á gólfum en á þriðju hæð og kjallara er teppi. 
Annað  Húsið er í ágætu ásigkomulagi að utan en þó þarf að skipta um gler og glugga á einhverjum stöðum auk þess sem vinna þarf í húsinu að utan og klæða það á næstu árum. 
Norðanmegin við húsið er líkt og ofangreinir pallur sem gengið er upp áður en gengið er inn á miðhæð húsins. Austan megin við húsið er bílastæði og þar sem um er að ræða endahúsið í götunni þá er stutt í enn fleiri almenningsstæði. Garður hússins sem snýr til suðurs er snyrtilegur með timburverönd og hellulögðu svæði fyrir framan grasflöt. Skjólgóðir runnar aðskilja garðinn svo frá brekkunni framan við húsið. Hægt er að ganga út í garð úr kjallara hússins. 

Nánari upplýsingar veita Hermann Aðalgeirsson lfs, í síma 865-7430, tölvupóstur [email protected]
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.