Lögeign kynnir eignina Laugarbrekka 19, 640 Húsavík.
Laugarbrekka 19 er 102,8 m2 þriggja herbergja íbúð á neðstu hæð í þriggja íbúða húsi að Laugarbrekku 19.
Eignin saman stendur að forstofu, herbergisgangi, eldhúsi, tveimur svefnherbergjum, stofu og litlu baðherbergi ásamt þvottahúsi og geymslum sem eru í sameign. Sólpallur sem er við eignina er til afnota fyrir þessa íbúð.Nánari lýsing eignar:Gengið er inn um dyr á austur hlið hússins og inn í litla forstofu. Þar er fatahengi og ljósar flísar á gólfi. þegar komið er inn á herbergisgang er rúmgott barnaherbergi á vinstri hönd sem er parketlagt. Hægra megin við forstofuna er lítið baðherbergi með hvítri innréttingu og dökkri viðar bekkjaplötu, sturtuklefi er í baðherbergi, vegghengt salerni og eru veggir flísalagðir með hvítum flísum en dökkar flísar á gólfi.
Stórt eldhús með fallegri hvítri innréttingu og grárri bekkjarplötu. Rúmgóður borðkrókur og dúklagt gólf.
Hjónaherbergi snýr til suðurs og er það rúmgott með ágætum fataskáp og parketi á gólfi.
Stofa og herbergisgangur er með parketi á gólfi og snýr stofan til suðurs og vesturs með góðum gluggum.
Einnig eru tvær hurðir af herbergisgangi inn í sameignarrými, geymslur og þvottahús.
Góður pallur sem snýr til suðurs er aftan við húsið.
Annað:Skipt var um bárujárn á þaki árið 2017 og var húsið málað að utan á sama tíma.
Eignaskiptasamningur er til fyrir húsið en geymslur og þvottahús hafa verið í sameiginlegri notkun.
Nánari upplýsingar veitir Hermann Aðalgeirsson lgf. í síma 865-7430 eða netfanginu [email protected] Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á