Lögeign fasteignasala kynnir eignina Álfhóll 4, 640 HúsavíkÁlfhóll 4 er einbýlishús á tveimur hæðum byggt árið 1955 og er samtals 183.9m2 að stærð. Húsið tilheyrir Álfhól en aðkoma að húsinu sem notast er við í dag er frá Hjarðarhól, að utan er húsið með máluðum múr og valmaþaki. Nánari lýsingUm er að ræða fallegt hús á tveimur hæðum. Gengið er upp parketlagðan stiga úr forstofu upp á
efri hæð. á hæðinni eru tvö rúmgóð
herbergi, og er annað þeirra sérlega rúmgott með góðum fataskáp.
Eldhús er snyrtilegt með hvítri innréttingu, svartri bekkplötu og góðu skápa og bekkplássi. Gráar flísar eru á gólfi í eldhúsi. Opið er á milli
borðstofu og sjónvarpsstofu, ljóst parket í báðum rýmum, í sjónvarpsstofu eru gluggar á tveimur hliðum og stór gluggi í borðstofu.
Baðherbergi er á hæðinni með salerni, sturtu, hvítri vaskainnréttingu, handklæðaofni og flísum í hólf og gólf. Útgengt er út á
svalir af hæðinni.
Úr forstofu eru flísalagðar tröppur niðrá
neðri hæð og er sú hæð flísalögð með gráum flísum.
Salerni er á hæðinni þar sem einnig er með handklæðaofn. Stórt
herbergi með flísum á gólfi. rúmgott
þvottahús með geymslu inn af þvottahúsinu ásamt hitakompu. Góð innrétting er í þvottahúsinu og tenglar fyrir bæði þvottavél og þurrkara. Á
verönd var sett nýtt gras árið 2022, garður er gróinn, á verönd er garðhús byggt úr timbri sem notað er sem geymsluskúr.
Annað: Drenað í kringum hús og nýtt frárennsli frá húsi og útí götu árið 2022.
Skipt um svalahurð og útidyrahurð árið 2022.
Varmaskiptir var settur á neysluvatn árið 2021.
Rafmagn og vatn var endurnýjað að hluta árið 2007.
Eldhús var endurnýjað í kringum 2007.
Nánari upplýsingar veitir Hermann Aðalgeirsson lgf. í síma 865-7430 eða netfanginu [email protected] og Hinrik Lund nemi til löggildingar fasteignasala í síma 835-0070.Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á