Lyngholt 26D, 640 Húsavík
45.000.000 Kr.
Raðhús/ Raðhús á einni hæð
3 herb.
77 m2
45.000.000
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2023
Brunabótamat
0
Fasteignamat
0

Lögeign kynnir eignina Lyngholt 26D, 640 Húsavík, fastanúmer 2524875 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi.

Lyngholt 26D er 77,0 fm. þriggja herbergja íbúð í timburraðhúsi á einni hæð.
Íbúðin samanstendur af forstofu, tveimur svefnherbergjum, geymslu, baðherbergi og eldhúsi og stofu sem verða í opnu rými. Útgengi verður út á steyptan sólpall til vestur með skjólvegg á milli íbúða. Lagnaleiðir fyrir heitan pott og tengi fyrir hleðslustöð bíla verður við hverja íbúð. 

Um er að ræða raðhús nýbyggingu sem samanstendur af sex íbúðum sem allar eru á einni hæð. Húsið er smíðað úr sænskum timbureiningum og er timburklætt að utan með standandi timburklæðningu sem er grámáluð. 
Íbúðirnar afhendast fullbúnar að innan og utan og verða afhentar um miðjan júlí 2023. Trésmiðjan Rein ehf. er byggingaraðili en timbureiningar eru innfluttar af Belkod ehf. 


Nánari lýsing;
Hjónaherbergi: Hjónaherbergi er hvítmálað og innfelld loftljós fylgja samkvæmt rafmagnsteikningu. Fataskápar (hvítir) fylgja með og eikarparket á gólfum.
Baðherbergi: Flísar á gólfi (dökkgráar) og í sturtubotn (10 x 10 cm). Sturtuhorn með flísalagða veggi, annars eru veggir hvítmálaðir. Innbyggður klósettkassi og vegghengd skál. Tengingar fyrir þvottavél inn á baðherbergi ásamt vélrænni loftræsingu. Hvít innrétting með speglaskáp. Innfelld loftljós fylgja samkvæmt rafmagnsteikningu. Handklæðaofn (rafmagns) verður afhentur uppsettur. Einna handar blöndunartæki eru í sturtu og við vask.
Svefnherbergi: Svefnherbergi er hvítmálað með eikarparketi á gólfi, hvítur fataskápur í horni. Loftlúga með stiga er í herbergi með aðgang upp í þakrými (kalt rými) þar sem sperrur eru plötuklæddar (ca 6 m2) sem nýtist sem köld geymsla. Hurð með eikaráferð er inn í herbergið.
Stofa/eldhús: Eikarparket á gólfi og veggir hvítmálaðir. Svalahurð er í stofu út á steyptan pall. Innfelld loftljós fylgja samkvæmt rafmagnsteikningu. Eldhúsinnrétting er hvít og spanhelluborð í bekkplötu. Blástursofn í innréttingu ásamt uppþvottavél (ryfríir frontar). Rafmagnstæki eru Cylinda (sænsk). Gufugleypir (m/kolasíu)er hvítur.
Íbúðir: Íbúðir afhendast fullfrágengnar að innan, utan ísskáps/frysti, þvottavélar og þurrkara. Engar gardínur eru afhendar með. Innréttingar eru hvítar og innihurðar eru með eikaráferð.
Inngangur: hvítmálaðir veggir og flísar á gólfum (dökkgrár) rafmagnstafla er staðsett við inngang. Innfelld loftljós í lofti eru afhent með.
Geymsla: Geymsla er hvítmáluð með eikarparketi á gólfi, perustæði í lofti. Stór gluggi með opnanlegu fagi er í geymslu.
Gólfhitakerfi er í íbúðum með hitastillum fyrir rými. Hitakerfi er frá Lecalett og er lofthitakerfi. Kerfið er sambærilegt við hefðbundið gólfhitakerfi nema í stað vatnslagna eru loftlagnir. Brunnur fyrir kerfið er staðsettur í gólfi, undir ísskáp í eldhúsi. Netlagnir eru í hverju íverurými.
Lóð: er frágengin með graslögn, heimkeyrslu, bílastæði malbikað og/eða hellulagt.

Nánari upplýsingar veitir Hermann Aðalgeirsson lgf. í síma 865-7430 eða netfanginu [email protected]

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.