Lögeign fasteignasala kynnir eignina Sólbakka F2298051 sem staðsett er á Laugum. Eignin er samtals 138,4 m2 að stærð og skiptist í 102,4fm bjálkahús byggt árið 2006 auk 36 fm bílskúrs sem byggður var árið 2007. Eignin stendur á 19590 fm eignarlóð(Landeinr L203564) sem gefur kaupanda mikla möguleika. Aðgengi að eigninni er gott og stórt malarstæði er fyrir framan eignina. Lóðin er að mestu leyti gróinn. Eignin er mjög vel staðsett í útjaðri Lauga þar sem stutt er í alla helstu þjónustu.Eignin skiptist í; forstofu, stofu, baðherbergi, eldhús, þvottahús, tvö svefnherbergi og bílskúr.
Nánari lýsing; komið er inn í flísalagða
forstofu, inn af forstofu er
baðherbergi sem er með flísum á gólfi og veggjum að hluta, hvítri vaskainnréttingu, handklæðaofn, standandi klósetti og "opinni" sturtu. Opið er milli eldhús og stofu sem gefur rýminu gott flæði, Í
eldhúsinu er hvít viðarinnrétting með grárri bekkplötu, bakarofn, háf, eldavél og uppþvottavél í innréttingu. Stofan er rúmgóð með góðum gluggum sem lýsir hana upp. Hægt er að hafa arin í stofunni. Úr miðrými er útgengi út á timburverönd.
Svefnherbergin eru tvö, rúmgott hjónaherbergi og gestaherbergi.
Þvottahús er inn af eldhúsinu með flísum á gólfi og auka útidyrahurð í þvottahúsinu.
Bílskúr er frístandandi við húsið. Það er búið að útbúa herbergi í bílskúrnum sem er nú notað sem geymslurými. Stór timburverönd er fyrir aftan hús með skjólveggjum og stórt malarstæði er fyrir framan bæði hús og bílskúr.
Annað- Stutt er í alla þjónustu. Laugar eru í 1 km fjarlægð. Um 30-40 mín akstur er til Húsavíkur og Akureyrar.
- Vegur að húsi er mokaður að húsi yfir vetrartímann og sorphirða er á vegum sveitarfélags.
- Stór eignalóð fylgir húsinu.
- Búið er að leggja fyrir heitum pott á verönd
Nánari upplýsingar veitir Hermann Aðalgeirsson lgf. í síma 865-7430 eða netfagninu [email protected]Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á