Lögeign kynnir eignina Héðinsbraut 1, 640 Húsavík.Héðinsbraut 1 er tvíbýlishús með sér inngang, byggt árið 1903 úr timbri og er samtals 127,7m² að stærð. Íbúðin er fjögurra herbergja og er á tveimur hæðum auk ris. Eignin er staðsett miðsvæðis á Húsavík og í göngufæri við m.a. sundlaug, grunnskóla, ölstofu og matvöruverslun. Jarðhæð(14,1m²): Forstofa,Stigi og þvottahús.Forstofa og þvottahús: Komið er inn í parketlagða forstofu, inn af forstofu er herbergi sem notað er undir þvottahús.
Stigi: stiginn upp á miðhæð er einnig í forstofu og lítil geymsla undir stiganum.
Miðhæð(91.8m²): Stofa,Eldhús,Baðherbergi og Svefnherbergi.Miðhæðin er björt og vel skipulögð, þegar komið er á miðhæð tekur við parketlagt
hol þar sem uppgengt er upp á rishæð, inn af holi er bæði eldhús og stofa.
Stofa: er rúmgóð og björt, með parketi á gólfi og þremur gluggum sem gott útsýni er úr.
Eldhús: er með hvítri innréttingu, svartri borðplötu og rúmgott pláss er fyrir eldhúsborð við endann á innréttingu. inn af eldhúsi er búr sem býður upp á gott geymslupláss.
Eitt svefnherbergi: svefnherbergið er með parketi á gólfi og glugga sem snýr að höfninni.
Baðherbergi: gengið er niður nokkur þrep til að komast á baðherbergi, baðhebergið hefur verið endurnýjað á skemmtilegan hátt þar sem settar voru svartar flísar á gólf, hvítar flísar á veggi í votrými, hvít vaskainnrétting og speglaskáp.
Rishæð(21.8m²): Hol og tvö svefnherbergi Hol: þegar komið er upp á rishæð er rúmgott hol sem er undir súð, tveir þakgluggar eru í holi.
Svefnherbergin: eru bæði undir súð en eru bæði rúmgóð og nýtast vel,
Annað:-Rafmagn hefur verið endurnýjað að hluta.
-Eignin er vel staðsett miðsvæðis á húsavík.
-Drenað var í kringum eign árið 2020.
Nánari upplýsingar veitir Hermann Aðalgeirsson lgf., í síma 865-7430 eða netfanginu [email protected] og Hinrik Lund lgf. í síma 835-0070 eða netfanginu [email protected]Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á