Laugarbrekka 10, 640 Húsavík
Tilboð
Einbýli/ Einbýlishús með aukaíbúð
6 herb.
219 m2
Tilboð
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
1934
Brunabótamat
69.940.000
Fasteignamat
39.600.000

Lögeign kynnir einbýlishúsið Laugarbrekku 10, Húsavík, ásamt aukaíbúð í frístandandi bílskúr. Búið er að standsetja aukaíbúðina og er hún í útleigu en einbýlishúsið er óklárað.
Húsið er byggt árið 1934 úr steypu og er samtals stærð eignarinnar 219,1 m2. Efri hæð hússins er 86,9 m2, neðri hæð 91,7 m2 og bílskúr sem stendur við húsið er 40,5 m2.
Húsið stendur á stórri íbúðarhúsalóð, 1141 m2 lóð. Húsið hefur þá sérstöðu við Laugarbrekkuna að það stendur töluvert ofar en önnur hús við götuna og því fjær götunni. Gott aðgengi er að húsinu og eru nokkur bílastæði við lóðarmörk ásamt ný uppgerðu bílastæði við eignina.  


Nánari lýsing
Efri hæð eignarinnar er fokheld og þarf að fara í framkvæmdir á henni til að hún verði íbúðarhæf. Efri hæðin er núna eitt alrými og án allra veggja eða afmarkanna á rýmum.
Neðri hæð Þar er gert ráð fyrir þremur svefnherbergjum, Baðherbergi, Ágætis stofurými er á hæðinni með tveimur gluggum. Lagnakompa/geymsla er einnig á neðri hæð og er þar útgengi út í garð, einnig er lítil geymsla undir stiga. 
Búið er að skipta um þak á íbúðarhúsi, glugga að hluta og gluggar fylgja í rest, fræst fyrir gólfhita á neðri hæð, steinsagað fyrir gluggum og hurðum, nýjar frárennslislagnir út í brunn,nýjar neysluvatnslagnir, nýleg lagnagrind, nýjar lagnir til og frá brunni ásamt lögnum til og frá bílskúr og ný þriggja fasa rafmagnstafla.  
Bílskúr: farið var  í umfangsmiklar framkvæmdir á bílskúr árið 2022 og honum breytt í auka íbúð, einnig var skipt um þakjárn, glugga, vatnslagnir og frárennslislagnir.
Almennt séð er um að ræða eign sem hefur mikla möguleika. Húsið er vel staðsett við götuna og í nálægð við sundlaug og íþróttasvæði. 

Nánari upplýsingar veitir Hermann Aðalgeirsson lgf. í síma 865-7430 eða netfanginu [email protected] og Hinrik Lund nemi til löggildingar fasteignasala í síma 835-0070.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.