Hafnarstétt 23, 640 Húsavík
24.000.000 Kr.
Atvinnuhús
0 herb.
563 m2
24.000.000
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
1949
Brunabótamat
68.750.000
Fasteignamat
24.300.000

Lögeign kynnir eignina Hafnarstétt 23, Barðinn, 640 Húsavík, 

Hafnarstétt 23 er iðnaðarhús á tveimur hæðum samtals að stærð 563,4 m2. Báðar hæðir eru jafn stórar, þ.e. 281,7 m2. Húsið er byggt úr steypu árið 1949 og stendur á 551 m2 iðnaðar- og athafnarlóð. Lóðin er vel staðsett á hafnarsvæðinu á Húsavík. Malbikuð lóð er framan við hús og er góð aðkoma að eigninni. Sökum staðsetningar getur eignin nýst vel í margskonar rekstur og þjónustu. Byggingarréttur er ofan á húsinu sbr deiliskipulag.


Neðri hæðin er með rafmgagnsbílskúrshurð og inngangshurð þar við hliðina. Í rýminu er svo stór salur, skrifstofa og salerni. Neðri hæð virðist vera í ágætu ástandi. 
Efri hæð er með lítilli rafmagnshurð til að koma hlutum inn í rýmið. Búið er að smíða timburstiga utan á húsið sem gengið er upp til að fara inn í eignina.

Húsið er með láréttu steyptu þaki og er byggt inn í háan bakka austan megin við hús. Töluverðar rakaskemmdir eru innst í eigninni og frá þaki og ljóst að eignin þarfnast töluverðs viðhalds. Sérstaklega er ástandið slæmt á hluta annarrar hæðar. 

Báðar hæðir hafa verið i útleigu undanfarin ár.

Nánari upplýsingar veitir Hermann Aðalgeirsson lgf. í síma 865-7430 eða netfanginu [email protected]

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.