Laugarbrekka 12, 640 Húsavík
40.000.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á tveimur hæðum
6 herb.
173 m2
40.000.000
Stofur
1
Svefnherbergi
5
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1946
Brunabótamat
51.800.000
Fasteignamat
31.800.000

Lögeign kynnir eignina Laugarbrekka 12, 640 Húsavík

Laugarbrekka 12 er 173,9 m2 einbýlishús á tveimur hæðum með fimm svefnherbergjum. Húsið er byggt árið 1946 úr steypu og stendur á stórri lóð. Farið hefur verið í miklar framkvæmdir á húsinu þar sem m.a. hefur verið skipt um þak, glugga á efri hæð, ofnar endurnýjaðir að stórum hluta ásamt hitavatnslögnum og frárennslislögnum


Nánari lýsing; 
Efri hæð: Forstofa er flísalögð með fataskáp. Úr forstofu er gengið inn í miðrými eignarinnar þar sem er gott seturými og rúmgott eldhús í opnu rými. Eldhúsinnrétting er frá árinu 2000 er hvít með dökkri borðplötu með efri og neðri skápum. Tvö svefnherbergi eru á hæðinni og er hjónaherbergið á hæðinni með hvítum fataskáp. Útgengi er út á svalir úr öðru svefnherbergjanna. Stofan er í stóru herbergi við eldhús með tveimur gluggum. Baðherbergi er á hæðinni og er það með flísum á gólfi og á veggjum í kringum baðkar. Hvít vaskainnrétting er á baðherberginu með tveimur skápum fyrir ofan og spegli þar á milli. Nýtt parket er á allri hæðinni fyrir utan að flísar eru á forstofu og baðherbergi. Nýjar innihurðir eru einnig á hæðinni. 
Neðri hæð: Er með löngum gangi og nokkrum herbergjum, snyrtingu, geymslu, þvottahúsi og forstofu. Þrjú - fjögur svefnherbergi eru á hæðinni og eru tvö þeirra mjög rúmgóð og eitt notað sem grófvinnuherbergi. Lítil snyrting er á miðjum ganginum. Geymsla er með glugga og hillum. Þvottahúsið er með tengi fyrir þvottavél og þurrkara, vaskur er í herberginu og sturtuaðstaða. 

Farið hefur verið í miklar framkvæmdir á eigninni á undanförnum árum;
Árið 2018 var efri hæðin endurnýjuð og var þá skipt um fjóra glugga, allar innihurðir, svalahurð og sett var parket á alla hæðina. Skipt var um ofna í alrými, svefnherbergi og stofu og nýjar flísar voru settar á forstofu bæði uppi og niðri. 
Árið 2012 var húsið málað að utan.
Árið 2011 var skipt um þak og loft einangrað.
Árið 2008 voru heitavatnslagnir endurnýjaðar og skipt um ofna að hluta til að neðri hæð. Samhliða voru frárennslislagnir endurnýjaðar. Parekt var þá sett á gang niðri og þrjú svefnherbergi þar.
Árið 2000 eldhúsið fært í alrýmið þar sem áður var stofurými. Þá voru kaldavatnslagnir endurnýjaðar og rafmagn endurnýjað að hluta til á efri hæð. 
Árið 1997 var sett drenlögn í kringum húsið.

Nánari upplýsingar veitir Hermann Aðalgeirsson lgf. í síma 865-7430 eða netfanginu [email protected]

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.