Höfðabrekka 4, 640 Húsavík
42.900.000 Kr.
Einbýli
5 herb.
165 m2
42.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1960
Brunabótamat
46.750.000
Fasteignamat
33.300.000

Lögeign fasteignasala kynnir eignina Höfðabrekka 4, Húsavík.

Höfðabrekka 4 er vandað fimm herbergja einbýlishús á pöllum með innangengnum bílskúr, samtals stærð 165,8 m². Þar af er bílskúr 25,6 m².  

Eignin skiptist þannig að á efsta palli eru fjögur svefnherbergi og nýuppgert baðherbergi. Á miðpalli er forstofa, eldhús, búr, stofa og hol. Á jarðhæð eru tvær geymslur, herbergi sem er hannað sem gufubað, þvottahús/inngangur, hol með tengi fyrir þvottavél og þurrkara og bílskúr sem er innangengt í. 


Nánari lýsing eignar
Forstofa er með flísum á gólfi og fatahengi. 
Stofa er parket lögð með ljósu parketi sem er samtengt holi sem er á milli eldhúss og stofu. Stórir gluggar eru í stofunni.
Eldhús er upprunanlegt með viðarinnrréttingu og dúk á gólfi. Hvítar flísar eru á milli efri og neðri skápa. Borðkrókur er við enda innréttingar og eru tveir gluggar í eldhúsi. Einnig er búr í eldhúsinu sem er með opnanlegri loftræstingu í glugga.
Baðherbergi er á efri palli og er það allt nýlega uppgert á smekklegan hátt. Þá var farið allar lagnir sem tengjast baðherbergi og þær endurnýjaðar. Ljósar flísar eru á bæði gólfi og veggjum. Hvít innrétting er í herberginu, ásamt sturtu, upphengdu salerni og handklæðaofni. opnanlegur gluggi er í herberginu.
Svefnherbergin eru fjögur og eru þau öll á efri palli. Hvítur skápur er í hjónaherbergi auk þess sem skápar eru í tveimur öðrum herbergjum á hæðinni. Hjónaherbergi er sérlega rúmgott og er það með stórum gluggum með góðu útsýni í bæinn. Parket er á öllum herbergjanna.
Stigi frá miðjupalli upp á efsta pall er parketlagður en stigi frá miðjupalli og niður á jarðhæð er flísalagður.
Þvottahús á jarðhæð er rúmgott. Það er einnig notað sem inngangur af bílastæði og er með físum á gólfum. 
Geymslur eru á jarhæð. Þ.á.m. köld geymsla með glugga. Einnig er gufubað á jarðhæð sem núna nýtist sem geymsla en auðvelt er að virkja aftur til að nýta sem gufubað. Einnig er geymslurými undir stigaopi og í einu holi þar sem einnig eru tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Bílskúr er innangengur af jarðhæð. Rafmagnshurð er í bílskúr og ágætt aðgengi fyrir bíl og hillur í hliðunum. Nokkrir gluggar eru í skúrnum. 
Fyrir framan og meðfram bílskúr er stórt steypt bílaplan sem er upphitað af stórum hluta. Auk þess eru steyptar tröppur upp að húsi auk þess sem þar er steypt svæði í kringum inngang. Aðkoman að húsinu uphituð að stórum hluta.  
Garðurinn er sérstaklega snyrtilegur og hefur verið vel hirtur. Stórir runnar loka garðinn af frá götu auk þess sem nokkur vel gróinn tré eru í garðinum. Góð grasflöt er bakvið hús og þar er einnig geymsluskúr og snúrur.
Timburverönd er vestan við húsið. 

Nánari upplýsingar veitir Hermann Aðalgeirsson lgf. í síma 865-7430 eða í tölvupóst [email protected]

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.