Garðarsbraut 26 , 640 Húsavík
Tilboð
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sérinngangi
4 herb.
232 m2
Tilboð
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1967
Brunabótamat
66.900.000
Fasteignamat
38.250.000

Lögeign kynnir eignina Garðarsbraut 26, 640 Húsavík.

Eignin Garðarsbraut 26 er 232.2 m2 að stærð og er staðsett miðsvæðis á Húsavík.
Um er að ræða eign sem var endurnýjuð árið 2009 þegar útbúinn var íbúð í húsnæðinu. Íbúðin er með eldhúsi, stofu, baðherbergi, svefnherbergjum, fataherbergi, þvottahúsi og aukarými sem hægt er að nýta með ýmsum hætti ásamt 19,7 m2 svölum. Þegar farið var í framkvæmdir á íbúðinni var lagt fyrir nýjum lögnum, allar innréttingar settar upp ásamt hurðum, gólfefni lagt á hæðina, baðherbergi gert frá grunni og fataherbergi útbúið inn af svefnherbergi. Einnig voru settir upp nýjir veggir þegar útbúinn var íbúð í rýminu.
  

Nánari lýsing; Gengið er inn í húsið frá Garðarsbraut og komið er inn í flísalagða forstofu þar sem er stigi upp í íbúðina. Þar er annars vegar hægt að labba inn á herbergisgang og hinsvegar að eldhúsi en veggur með stórum fataskáp skilur þar á milli. Eldhús og stofa eru í opnu stóru rými sem stórum gluggum sem lýsa upp allt rýmið. Eldhúsinnrétting er viðarlituð með stórum skápum og eyju með vask og skúffum. Stofan gerir ráð fyrir bæði borðstofu og sjónvarpsstofu. Úr eldhúsi er útgengi út á svalir þar sem er lagt fyrir heitum pott. Á herbergisgang vestan megin í eigninni eru tvö herbergi, baðherbergi og þvottahús. Bæði svefnherbergin eru mjög rúmgóð. Í hjónaherbergi er hægt að ganga inn í fataherbergi. Baðherbergi er með innréttingu með vask og skúffum og spegli þar fyrir ofan. Á herberginu er einnig sturta með glerskilrúmi, handklæðaofn og upphengt salerni. Hvítar flísar eru á vegg baðherbergisins og físar á gólfi eru samskonar og annars staðar á hæðinni. Þvottahús er við inngang hæðarinnar og er þar gert ráð fyrir bæði þvottavél og þurrkara og með bekkjarplássi Vaskur við enda bekkjarins. 
Úr fataherbergi í hjónaherbergi er hægt að ganga inn í annað rými eignarinnar sem hefur verið ekki verið endurnýjað á samskonar hátt og stóra rýmið. Þar eru tvö herbergi, annað þeirra parketlagt og snyrting með vask og salerni. Hægt er að tengja þetta rými með betri hætti við eignina eða nýta það á annan hátt. 
Undir stiga við inngang inn í húsið er geymslurými.
Samskonar flísar eru á allri hæðinni sem var endurnýjuð.

Húsið að utan og eignin sjálf er hvort tveggja í mjög góðu ástandi. Við endurbætur á íbúðinni var hljóðeinangrandi gler sett í glugga. Húsið var svo málað að utan árið 2017 og þak var endurnýjað árið 2019.

Húsið var byggt árið 1967 og byggt úr steypu. Um er að ræða blandað húsnæði þar sem skrifstofurými er einnig í húsinu. 

Nánari upplýsingar veitir Hermann Aðalgeirsson lgf. í síma 865-7430 eða netfanginu [email protected]

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.