Þórunnarstræti 124, 600 Akureyri
19.900.000 Kr.
Fjölbýli
3 herb.
51 m2
19.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
1
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1946
Brunabótamat
13.350.000
Fasteignamat
14.600.000

Lögeign kynnir eignina Þórunnarstræti 124, 600 Akureyri.
Eignin er mjög vel staðsett miðsvæðis á Akureyri þar sem stutt er í alla helstu þjónustu.

Um er að ræða ósamþykkta íbúð í kjallara og er samtals stærð íbúðarinnar 51.7 m2. Húsið er byggt úr steypu árið 1946 og hefur íbúð verið í kjallara frá því að húsið var byggt skv. eignaskiptasamning. Samtals eru þrjár íbúðir í húsinu. 

Eignin samanstendur af herbergi og stofu í norðurenda, eldhúsi, anddyrir, geymslu, gangi og snyrtingu. Gott aðgengi er að eigninni er farið er um bílastæði nyrst á lóð og hinsvegar um stétt að aðaldyrum húss og þaðan suður og austur fyrir húsið að sérinngangi íbúðar.

Nánari lýsing 
Komið er inn í flísalagða forstofu með teppadregli og er þaðan gengið inn á gang sem fer í gegnum íbúðina. Hvítir skápar eru á ganginum. Í norðurhorni íbúðarinnar er herbergi sem er innangengt í úr stofu. Hvítur fataskápur er í herberginu. Stofan er svo við enda gangsins og eru tveir glugga í stofunni. Elhús er í sérherbergi við miðjan ganginn og er ljós innrétting með efri og neðri skápum og borðplata úr við. Ísskápur sem er í eldhúsinu fylgir með eigninni. Viðarborðplata með skúffum við endan er við vegg á móti innréttingu þar sem hægt er að hafa stóla við. Snyrting er inn af geysmlu/herbergi og er hún flísalögð með hvítum flísum bæði á gólfi og veggjum. Hvíta skápainnrétting með speglaskápum á baðherberginu og sturta í horninu. Tengi er fyrir þvottavél á baðherberginu og fylgir þvottavél með. Geymsla er við enda gangsins og er gengið úr henni inn á baðherbergi. Gluggi með opnanlegu fagi er í geymslunni. Nýlegt plastparket er á allri eigninni fyrir utan á forstofu og baðherbergi. 

Nánari upplýsingar veitir Hermann Aðalgeirsson lgf. í síma 865-7430 eða netfagninu [email protected]

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.