Hafnarstétt 17, 640 Húsavík
Tilboð
Atvinnuhús
0 herb.
0 m2
Tilboð
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
1965
Brunabótamat
124.650.000
Fasteignamat
28.850.000

Lögeign kynnir Hafnarstétt 17 - Verbúðir
Steypt atvinnuhúsnæði á tveimur hæðum miðsvæðis á Húsavík útsýni yfir hafnarsvæðið. Húsið er byggt árið 1965 skv. fasteignaskrá Íslands. Húsinu er skipt upp í 12 rými sem hvert er með sinn rafmagnsmæli. Fjögur rými eru á efri hæðinni og átta rými eru á neðri hæðinni. Þetta er eign sem bíður upp á mikla möguleika og hefur hýst margskonar starfsemi í gegnum árin þó lengst af hafi verbúðirnar verið notaðar í tengslum við sjávarútveg. Eignin getur einnig nýst vel fyrir ferðaþjónustu, iðnað, menningu og ýmsa aðra margskonar starfsemi auk þess sem mögulegt væri að skipta eigninni upp eða sameina rými og selja í hlutum. Væntanlegur kaupandi þarf að hafa að í huga að eignin þarfnast viðhalds að innan sem utan líkt og fjallað er um hér neðar.


Húsnæðið er á tveimur hæðum en stærð eignarinnar er ekki skráð hjá Þjóðskrá. Samkvæmt upplýsingum seljanda og við skoðun á teikningum má þó áætla að heildarstærð eignarinnar sé í kringum 867 m2 sem skiptist þá þannig að neðri hæð er um 465 m2 og sú efri um 402 m2. Á efri hæð eru svo svalir til viðbótar sem eru um 63 m2. Húsið er byggt inn í háan bakka austan megin við hússins og stendur það á milli aðalgötu og hafnarsvæðis. Húsið er með láréttu steyptu þaki sem er í svipaðri hæð og aðalgatan. Þak hússins hefur verið girt af, er opið fyrir gangandi umferð og í raun partur af miðbæ Húsavíkur. Gengið er inn í öll rými af af hafnarsvæðinu, V-megin við húsið og er gengið inn í íbúðir á efri hæð af stórum svölum sem liggja meðfram öllum fjórum verðbúðunum á þeirri hæð. stigi er meðfram húsinu sem gengur frá hafnarsvæði og upp að þaki hússins.

Jarðhæðin skiptist í 8 rými sem er hvert um sig ca. 58 m2. Hvert bil er með sinn rafmagnsmæli og sérinngang. Lofthæð í bilunum er um 2,5 metrar. Austan megin í rýmunum er búið að útbúa geymslu í flestum bilum sem er um 19,5 m2 að stærð og er með hlöðnum vegg. Í þremur bilum er búið að útbúa salernisaðstöðu sem hægt er að ganga í utan frá og voru þær á tímabili samnýttar á milli bila. Í bilinu sem er syðst er svo búið að útbúa þrjú salerni sem ætluð eru gestum. Efri hæð skiptist í 4 rými sem eru ca. 100 m2 hvert með lofthæð sem er um 3 metrar. Tveir gamlir frystiklefar eru fyrir miðju og skipta á milli rýmanna. Búið er að rífa þá að einhverju leyti og eru þeir ekki nothæfir sem frystar. Búið er að útbúa geymslur austast í bilunum með því að hlaða vegg auk þess sem hlaðnir veggir aðskilja bilin. Einn leigutaki hefur fengið að sameina salernisaðstöðu nyrst í húsinu við veitingarými/skrifstofur í þeirra eigu.

Ástand eignar: Nýlegar rafmagnstöflur eru fyrir allt húsið ásamt lögnum sem þeim tengjast. Búnir voru til sérmælar fyrir hvert rými auk inntaksmæli. Syðst á neðri hæð er inntök hússins og rafmagnsskápar.
Seljandi bendir væntanlegum kaupendum á að æskilegt er að skoða eignina vel með fagmanni áður en gert er bindandi kauptilboð. Eignin þarfnast viðhalds að innan sem utan, s.s. múrverk, þak, gluggar og gler. Gefinn verður út nýr lóðarsamningur áður en eignin verður afhent. Aðkoma að húsinu getur verið bæði frá aðalgötu að ofan eða af hafnarsvæðinu.

Frestur til þess að bjóða í eignina verður til 21. september nk. kl. 16:00 og verður afstaða til tilboða tekin á næsta fundi byggðaráðs eftir að tilboðsfresti lýkur.

Nánari upplýsingar veitir Hermann Aðalgeirsson lgf. í síma 865-7430 eða netfanginu [email protected]

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.