Austurvegur 6, 680 Þórshöfn
16.000.000 Kr.
Fjölbýli/ Tvíbýli
4 herb.
120 m2
16.000.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1955
Brunabótamat
30.950.000
Fasteignamat
8.720.000

Lögeign fasteignasala kynnir fasteignina Austurveg 6 (efri hæð), í fallegu tvíbýlishúsi sem er vel staðsett á Þórshöfn. Eignin er samtals 120,4 m2 og er með fallegu útsýni yfir bæinn og út á haf. Húsið er byggt árið 1955 og er neðri hæðin steypt en sú efri er úr timbri og hefur húsið allt verið klætt að utan. Flutt var inn á efri hæð um 1978.

Hæðin skiptist í eldhús, stofu, þrjú herbergi, forstofu, baðherbergi og þvottahús með salerni. 
Eldhúsinnrétting er í dökkum viðarlit og er með efri og neðri skápum. Búið er að opna á milli eldhús og stofu þannig að rýmin tengjast saman. Úr stofu er útgengi út á 20 m2 timbursvalir sem reistar voru fyrir um fimm árum. Mjög fallegt útsýni er af svölunum. Parket á bæði elhúsi og stofu. Þrjú herbergi eru í eigninni og eru þau öll frekar rúmmgóð. Fataskápur er innbyggður í hjónaherbergi og er plastparket á gólfi allra herbergjanna. Á holi í miðju íbúðar sem tengir saman öll rými eru parketflísar. Baðherbergi hefur allt verið endurnýjað á smekklegan hátt. Baðherbergið er inn af forstofu og er það með flísum á gólfi, hvitri skápainnréttingu, sturtu, hornbaðkari og upphengdu salerni. Flísar eru gólfi forstofu og er forstofan rúmmgóð með fataskáp. Þvottahús er inn í íbúðinni, og hefur þar m.a. ágætis vinnuborð, vaskur og salerni. Á neðri hæð er 10 m2 upphituð geymsla sem tilheyrir eigninni. 
Húsið stendur á 510,1 m2. íbúðarhúsalóð. Stór grasverönd er framan við húsið með runnum við lóðarmörk. Malarborið bílastæði er framan við húsið með rými fyrir nokkra bíla. 

Endurbætur: 
  • Útbúinn hefur verið nýr stigagangur upp á efri hæðin og er þar sérinngangur inn í eignina. Ágætis timburpallur er fyrir framan inngang í forstofu. 
  • Búið að skipta um allar vatnslagnir frá kjallara og inn í íbúð.
  • Allir ofnar í húsinu er nýjir.
  • Nánast allt rafmagn er nýtt í eigninni, þar af allt rafmagn nýtt í eldhúsi.
  • Allir gluggar nema tveir hafa verið endurnýjaðir og hurð í forstofu er ný.
  • Búið er að skipta um rofa í rafmagnstöflu.
  • Þak var endurnýjað fyrir nokkrum árum en þakkanntur þarfnast endurnýjunar.
  • Svalir voru settar við húsið fyrir fimm árum.
Almennt séð er um að ræða ágæta eign sem hlotið hefur gott viðhald og verið endurnýjuð að miklu leyti undanfarin ár. 

Nánari upplýsingar veitir Hermann Aðalgeirsson lfs. í síma 865-7430 ([email protected]) eða Bergþóra Höskuldsdóttir nemi til löggildingar fasteignasala í síma 845-0671 ([email protected]).

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á

 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.