Mararbraut 3, 640 Húsavík
19.900.000 Kr.
Einbýli
5 herb.
188 m2
19.900.000
Stofur
2
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
1914
Brunabótamat
46.900.000
Fasteignamat
28.400.000

Lögeign fasteignasala kynnir Mararbraut 3 á Húsavík

Um er að ræða 188,9 m² einbýlishús á þremur hæðum með góðu útsýni miðsvæðis á Húsavík. Eignin skiptist í hæð, ris og kjallara. 


Hæðin þar sem gengið er inn í húsið er 75,3 m² og skiptist hún í forstofu, hol, eldhús, borstofu og stofu. 
Forstofan er með steyptu gólfi og glugga sem snýr til vesturs. Eldhúsinnrétting er ljós og eru flísar á milli efri og neðri skápa. Hægt að ganga bæði inn í stofu og borðstofu úr eldhúsinu. Stofan er björt og er með góðu útsýni. Panill á bæði lofti og veggjum í stofunni. Parekt á gólfi í eldhúsi, stofu og borðstofu og á gangi þar sem gengið er upp í ris. Teppi er á stiganum sem skilur að ris og hæð. 

Rishæðin er 41,6 m²og skiptist í hol, þrjús svefnherbergi, baðherbergi og tvær geymslur. Hol á rishæð er parketlagt og er með aðgengi að öllum herbergjum á hæðinni. Baðherbergi er með dúk á gólfi og panil á veggjum og lofti. Sturtuklefi er á baðherberginu ásamt salerni og ljósri viðarinnréttingu með handlaug. Þrjú herbergi eru á hæðinni. Eitt hjónaherbergi sem er með parketi á gólfum og fataherbergi. Gluggi með góðu útsýni til suðurs er í herberginu. Tvö minni herbergi eru á hæðinni og er annað þeirra parketlagt og hitt með teppi. 

Kjallari er 72 m² og skiptist í geymslur og þvottahús. Búið að skilja af herbergi í kjallaranum þannig að hann skiptist í nokkur rými. Hluti af kjallaranum er með moldargólfi. Hægt er að ganga útí garð úr kjallaranum. Garður er gróinn og með fínu grassvæði. 

Nánari upplýsingar veitir Hermann Aðalgeirsson lgf. í síma 865-7430 eða í tölvupóst [email protected]

 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.