Garðarsbraut 34, 640 Húsavík
35.000.000 Kr.
Einbýli
4 herb.
145 m2
35.000.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1924
Brunabótamat
49.100.000
Fasteignamat
26.550.000

Lögeign fasteignasala kynnir eignina Garðarsbraut 34, 640 Húsavík.
Garðarsbraut 34 er skráð 145.8 fm. einbýlishús á tveimur hæðum byggt úr steypu og timbri. Eignin var byggð árið 1924 en árið 2011-12 var farið í miklar endurbætur á húsinu bæði að innan og utan. Eignin er miðsvæðis á Húsavík og í göngufjarlægð frá bæði leikskóla og skóla.

Eignin skiptist í tvær hæðir og er timburstigi á milli hæða. Á efri hæð er forstofa, stofa, eldhús, tvö svefnherbergi og borðkrókur. Á neðri hæð er baðherbergi, herbergi, hol/forstofa, lagnarými og stór geymsla. Tengi fyrir þvottavél er á baðherbergi. 
Eldhús er með fallegri hvítri innréttingu og dökkri borðplötu með góðu skápa og bekkjarplássi. Fataskápar eru í öllum herbergjum og í annarri forstofu. Baðherbergi er með gráum flísum á gólfi og hvítum flísum á veggjum. Hvít innrétting er á baðherberginu og sturtubaðkar. Geymsla á neðri er um 19 fermetrar.

Árið 2012 var húsið allt endurskipulagt og farið í veigamiklar framkvæmdir. Húsið var þá steinað og einangrað að utan. Veggir, loft og gólf voru klæddir að innan. Gólfefni var allt endurnýjað. Parket var sett á alla efri hæðina fyrir utan forstofu sem var flísalögð. Einnig voru settar flísar á baðherbergi og svefnherbergi á neðri hæð. Raf-, neyslu-, hita- og affalslagnir voru endurnýjaðar og drenað var í kringum húsið. 
Þakjárn er um 17 ára en í framkvæmdum árið 2012 var aukið við einangrun í þaki og loftun útbúinn. Þakkanntur, rennur og niðurföll voru endurnýjuð fyrir nokkrum árum. Auk þess var skipt um gler í húsinu fyrir nokkrum árum og gluggar endurbættir eftir atvikum.

Hægt er að ganga inn í húsið bæði sunnan og vestan megin við húsið og eru nýlegar stéttir við báða innganga. Malarbílastæði er við húsið og gróin garður. 

Nánari upplýsingar veitir Hermann Aðalgeirsson í síma 865-7430, tölvupóstur [email protected]

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.